Verkstæðið
Salurinn hentar mjög vel í árshátíðar, Starfsmannapartý, afmæli, jólahlaðborð, þorrablót.
Við leigjum salinn okkar út fyrir alls kyns veislur.
Salurinn er aðeins boðinn með veitingum.
Það þarf að minnsta kosti að taka 1 starfsmann með salnum og er hann á meðan veislu stendur. Það fer svo eftir fjölda gesta og hversu mikla þjónustu menn óska eftir hversu margir starfsmenn eru. Starfsmenn eru rukkaðir aukalega eftir tímafjölda sem þeir eru við hverja veislu
Innifalið í leigu er
- Uppsetning á sal (borðum og stólum) eftir ósk leigutaka.
- Frágangur og þrif að veislu lokinni
- Borðbúnaður og uppvask eftir veislu (glös,diskar,hnífapör)
- Það er leyfi fyrir 350 manns
- Við erum með leyfi til 01.00
- Getum sent matseðlahugmyndir eða búið til matseðla sem henta hverri veislu
Salurinn tekur:
- 110 við hringborð, 8-9 á borði
- 170 manns í langborð, 6-8 á borði.
- 300 til 350 í standandi veislu.
- 228 í sitjandi ráðstefnu
Hágæða hljóðkerfi. Hágæða skjávarpar og 4x4 metra tjald á staðnum.